Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Varamenn Liverpool komið að 43 mörkum á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez var hetja Liverpool í 1-0 sigrinum á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að hafa komið inn af bekknum í síðari hálfleik.

Nunez skoraði með skalla eftir laglega vippu Alexis Mac Allister. Algert flautumark á City Ground-leikvanginum.

Markið var afar mikilvægt fyrir hópinn sem er að ganga í gegnum erfið meiðsli og það í miðri titilbaráttu.

Opta birti áhugaverða tölfræði eftir leikinn. Varamenn Liverpool hafa komið að 43 mörkum á tímabilinu. Þeir hafa skorað 22 mörk og lagt upp 21.

Samtals hefur Liverpool skorað 105 mörk í öllum keppnum, sem þýðir að varamenn félagsins hafa átt þátt í 40 prósent af mörkum tímabilsins.

Ekkert lið í efstu fimm deildunum í Liverpool trompar þessa tölfræði hjá Liverpool, sem er að eiga stórkostlegt tímabil.

Liverpool vann deildabikarinn síðustu helgi, er komið í 8-liða úrslit enska deildabikarsins og 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, ásamt því að vera á toppnum í deildinni með fjögurra stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner