Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. apríl 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Segir að leikur Liverpool og Atletico hafi ekki átt að fara fram
Atletico Madrid sló Liverpool út í leiknum á Anfield.
Atletico Madrid sló Liverpool út í leiknum á Anfield.
Mynd: Getty Images
Matthew Asthton, yfirmaður heilbrigðismála í Liverpool borg, segir að það hafi verið rangt að láta leik Liverpool og Atletico Madrid fara fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 11. mars síðastliðinn.

Einungis 14 höfðu greinst með kórónuveiruna í Liverpool 20. mars en tveimur vikum síðar voru 309 smitaðir.

Kórónuveiran var fyrr farinn að vaxa á Spáni og Ashton telur að það hafi verið mistök að láta leikinn fara fram og fá 3000 stuðningsmenn Atletico Madrid frá Spáni á Anfield.

„Það var ekki rétt ákvörðun að halda leikinn. Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi, kannski áttaði ríkisstjórnin sig ekki á alvarleika málsins á þessum tíma," sagði Ashton.

„Þrátt fyrir að við munum aldrei vita það þá gæti verið að Atletico Madrid hafi verið einn af þeim viburðum sem leiddi til vaxandi smita í Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner
banner