Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. apríl 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Wilson: Ekki verið nógu góður til að vera orðaður við stórlið
Callum Wilson.
Callum Wilson.
Mynd: Getty Images
Callum Wilson, framherji Bournemouth, segist ekki hafa staðið sig nægilega vel á þessu tímabili til að verðskulda að vera orðaður við stórlið.

Wilson skoraði 14 mörk í 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var þá sterklega orðaður við Chelsea. Í vetur hefur hann skorað átta mörk í 28 leikjum.

„Það voru sögusagnir í gangi en ég er ekki að lesa blöðin eða hlusta of mikið á fréttirnar. Þú heyrir þetta samt í gegnum vini og fjölskyldu og það hvetur mig áfram til að standa mig vel," sagði Wilson.

„Á síðasta tímabili var frammistaða mín frekar stöðug og ég var orðaður við félög. Ég reyndi að halda mínu striki og spila vel. Allir leikmenn vilja spila í Meistaradeildinni og fara lengra og það er eitthvað sem ég hef stefnt á allan minn feril."

„Fyrst og fremst vil ég halda Bournemouth uppi en ég hef ekki verið nógu góður á þessu tímabili til að tala um svona hluti. Ég gleymi þessu og reyni að einbeita mér að sjálfum mér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner