Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 03. apríl 2024 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Saka ekki með Arsenal - Fyrsti byrjunarliðsleikur Partey síðan í ágúst
Thomas Partey er mættur aftur í byrjunarlið Arsenal
Thomas Partey er mættur aftur í byrjunarlið Arsenal
Mynd: EPA
Joao Pedro snýr aftur í lið Brighton
Joao Pedro snýr aftur í lið Brighton
Mynd: Getty Images
Tveir leikir í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 18:30 í kvöld og er búið að opinbera byrjunarliðin.

Arsenal getur tekið toppsæti deildarinnar er liðið mætir nýliðum Luton á Emirates-leikvanginum.

Stærstu fréttirnar eru þær að Bukayo Saka er ekki með Arsenal en hann fór meiddur af velli í markalausa jafnteflinu gegn Manchester City síðustu helgi.

Mikel Arteta gerir alls fimm breytingar á liðinu. Ganamaðurinn Thomas Partey byrjar sinn fyrsta leik síðan í ágúst en þeir Oleksandr Zinchenko, Leandro Trossard, Reiss Nelson og Emile Smith Rowe koma einnig inn í liðið.

Jakub Kiwior, Declan Rice, Gabriel Jesus og Jorginho taka sér allir sæti á bekknum.

Arsenal: David Raya; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Odegaard, Partey, Smith-Rowe; Nelson, Havertz, Trossard

Luton: Kaminski; Kaboré, Hashioka, Onyedinma, Mengi, Doughty; Mpanzu, Barkley, Clark; Townsend, Morris.

Brentford og Brighton mætast þá á Community-leikvanginum í Lundúnum.

Joao Pedro, markahæsti maður Brighton á tímabilinu, snýr aftur eftir meiðsli og þá koma þeir Igor Julio. Facundo Buonanotte og Adam Lallana inn í liðið. Lið Brentford er óbreytt frá 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United.

Brentford: Flekken; Zanka, Ajer, Collins; Roerslev, Jensen, Janelt, Yarmoliuk, Lewis-Potter; Toney, Wissa

Brighton: Verbruggen; Veltman, van Hecke, Dunk, Igor; Gross, Baleba; Lallana, Buonanotte, Adingra; Joao Pedro
Athugasemdir
banner
banner