Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 03. apríl 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
„Mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig"
Icelandair
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin aftur í landsliðið, búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman," sagði Kristín Dís Árnadóttir sem var kölluð inn í landsliðshópinn fyrir helgi vegna meiðsla Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur.

Kristín er 24 varnarmaður sem spilar með Bröndby í Danmörku. Hún hefur ekki spilað með landsliðinu til þessa en hefur áður verið í hópnum, síðast sumarið 2021. Hún sleit krossband snemma árs 2022 og kom til baka á völlinn síðasta sumar.

„Þetta er mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig eftir meiðslin til að koma sér í stand aftur."

Kvennalandsliðið spilar gegn Póllandi á föstudag á Kópavogsvelli. Kristín er uppalin hjá Breiðabliki og kannast því vel við sig þar.

„Það er geggjað, geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll. Mér líður mjög vel hér."

Ísland er með Póllandi, Austurríki og Þýskalandi í riðli. „Þetta er hörkuriðill, fjögur mjög sterk lið. Við erum mjög spenntar. Markmiðið er að fara beint á EM."

„Það má búast við hörkuleik á föstudaginn, stefnum á að fara inn í leikinn til að vinna hann."


Kristín spilaði oftast sem miðvörður hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað sem bakvörður hjá Bröndby í Danmörku.

„Ég var kölluð inn í hópinn sem bakvörður. Mér líst vel á það, er búin að vera spila bakvörðinn með Bröndby."

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, fer Kristín einnig yfir stöðuna hjá Bröndby sem er á toppi dönsku deildarinnar og eru enn með í danska bikarnum. Hún ræðir einnig um sína framtíð.
Athugasemdir
banner