Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 03. apríl 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
„Mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig"
Icelandair
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin aftur í landsliðið, búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman," sagði Kristín Dís Árnadóttir sem var kölluð inn í landsliðshópinn fyrir helgi vegna meiðsla Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur.

Kristín er 24 varnarmaður sem spilar með Bröndby í Danmörku. Hún hefur ekki spilað með landsliðinu til þessa en hefur áður verið í hópnum, síðast sumarið 2021. Hún sleit krossband snemma árs 2022 og kom til baka á völlinn síðasta sumar.

„Þetta er mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig eftir meiðslin til að koma sér í stand aftur."

Kvennalandsliðið spilar gegn Póllandi á föstudag á Kópavogsvelli. Kristín er uppalin hjá Breiðabliki og kannast því vel við sig þar.

„Það er geggjað, geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll. Mér líður mjög vel hér."

Ísland er með Póllandi, Austurríki og Þýskalandi í riðli. „Þetta er hörkuriðill, fjögur mjög sterk lið. Við erum mjög spenntar. Markmiðið er að fara beint á EM."

„Það má búast við hörkuleik á föstudaginn, stefnum á að fara inn í leikinn til að vinna hann."


Kristín spilaði oftast sem miðvörður hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað sem bakvörður hjá Bröndby í Danmörku.

„Ég var kölluð inn í hópinn sem bakvörður. Mér líst vel á það, er búin að vera spila bakvörðinn með Bröndby."

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, fer Kristín einnig yfir stöðuna hjá Bröndby sem er á toppi dönsku deildarinnar og eru enn með í danska bikarnum. Hún ræðir einnig um sína framtíð.
Athugasemdir