Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 03. apríl 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
„Mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig"
Icelandair
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin aftur í landsliðið, búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman," sagði Kristín Dís Árnadóttir sem var kölluð inn í landsliðshópinn fyrir helgi vegna meiðsla Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur.

Kristín er 24 varnarmaður sem spilar með Bröndby í Danmörku. Hún hefur ekki spilað með landsliðinu til þessa en hefur áður verið í hópnum, síðast sumarið 2021. Hún sleit krossband snemma árs 2022 og kom til baka á völlinn síðasta sumar.

„Þetta er mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig eftir meiðslin til að koma sér í stand aftur."

Kvennalandsliðið spilar gegn Póllandi á föstudag á Kópavogsvelli. Kristín er uppalin hjá Breiðabliki og kannast því vel við sig þar.

„Það er geggjað, geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll. Mér líður mjög vel hér."

Ísland er með Póllandi, Austurríki og Þýskalandi í riðli. „Þetta er hörkuriðill, fjögur mjög sterk lið. Við erum mjög spenntar. Markmiðið er að fara beint á EM."

„Það má búast við hörkuleik á föstudaginn, stefnum á að fara inn í leikinn til að vinna hann."


Kristín spilaði oftast sem miðvörður hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað sem bakvörður hjá Bröndby í Danmörku.

„Ég var kölluð inn í hópinn sem bakvörður. Mér líst vel á það, er búin að vera spila bakvörðinn með Bröndby."

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, fer Kristín einnig yfir stöðuna hjá Bröndby sem er á toppi dönsku deildarinnar og eru enn með í danska bikarnum. Hún ræðir einnig um sína framtíð.
Athugasemdir