Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 03. apríl 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
„Mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig"
Icelandair
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin aftur í landsliðið, búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman," sagði Kristín Dís Árnadóttir sem var kölluð inn í landsliðshópinn fyrir helgi vegna meiðsla Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur.

Kristín er 24 varnarmaður sem spilar með Bröndby í Danmörku. Hún hefur ekki spilað með landsliðinu til þessa en hefur áður verið í hópnum, síðast sumarið 2021. Hún sleit krossband snemma árs 2022 og kom til baka á völlinn síðasta sumar.

„Þetta er mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig eftir meiðslin til að koma sér í stand aftur."

Kvennalandsliðið spilar gegn Póllandi á föstudag á Kópavogsvelli. Kristín er uppalin hjá Breiðabliki og kannast því vel við sig þar.

„Það er geggjað, geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll. Mér líður mjög vel hér."

Ísland er með Póllandi, Austurríki og Þýskalandi í riðli. „Þetta er hörkuriðill, fjögur mjög sterk lið. Við erum mjög spenntar. Markmiðið er að fara beint á EM."

„Það má búast við hörkuleik á föstudaginn, stefnum á að fara inn í leikinn til að vinna hann."


Kristín spilaði oftast sem miðvörður hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað sem bakvörður hjá Bröndby í Danmörku.

„Ég var kölluð inn í hópinn sem bakvörður. Mér líst vel á það, er búin að vera spila bakvörðinn með Bröndby."

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, fer Kristín einnig yfir stöðuna hjá Bröndby sem er á toppi dönsku deildarinnar og eru enn með í danska bikarnum. Hún ræðir einnig um sína framtíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner