Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 03. apríl 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
„Mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig"
Icelandair
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
'Búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
'Geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin aftur í landsliðið, búin að bíða eftir þessu lengi. Eftir erfið og löng meiðsli þá er þetta mjög gaman," sagði Kristín Dís Árnadóttir sem var kölluð inn í landsliðshópinn fyrir helgi vegna meiðsla Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur.

Kristín er 24 varnarmaður sem spilar með Bröndby í Danmörku. Hún hefur ekki spilað með landsliðinu til þessa en hefur áður verið í hópnum, síðast sumarið 2021. Hún sleit krossband snemma árs 2022 og kom til baka á völlinn síðasta sumar.

„Þetta er mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig eftir meiðslin til að koma sér í stand aftur."

Kvennalandsliðið spilar gegn Póllandi á föstudag á Kópavogsvelli. Kristín er uppalin hjá Breiðabliki og kannast því vel við sig þar.

„Það er geggjað, geggjað að vera komin aftur í hópinn og beint á minn gamla heimavöll. Mér líður mjög vel hér."

Ísland er með Póllandi, Austurríki og Þýskalandi í riðli. „Þetta er hörkuriðill, fjögur mjög sterk lið. Við erum mjög spenntar. Markmiðið er að fara beint á EM."

„Það má búast við hörkuleik á föstudaginn, stefnum á að fara inn í leikinn til að vinna hann."


Kristín spilaði oftast sem miðvörður hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað sem bakvörður hjá Bröndby í Danmörku.

„Ég var kölluð inn í hópinn sem bakvörður. Mér líst vel á það, er búin að vera spila bakvörðinn með Bröndby."

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, fer Kristín einnig yfir stöðuna hjá Bröndby sem er á toppi dönsku deildarinnar og eru enn með í danska bikarnum. Hún ræðir einnig um sína framtíð.
Athugasemdir
banner
banner