Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 03. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allt mitt líf hef ég unnið að þessum degi"
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Mynd: Getty Images
Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var mjög tilfinningarík þegar liðið tryggði sig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær

Chelsea hafði betur gegn þýska stórveldinu Bayern München, 4-1, í síðari leik liðanna í undanúrslitum, og samanlagt 5-3. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ónotaður varamaður hjá Bayern í gær.

Hayes hefur stýrt Chelsea frá 2012 og gert magnaða hluti. Hún er samt núna á leið í úrslitaleikinn í fyrsta sinn.

„Allt mitt líf hef ég unnið að þessum degi. Ég er svo stolt af leikmönnunum," sagði Hayes í viðtali eftir leikinn.

„Ég er líka stolt af sjálfri mér. Ég komst hingað með erfiðisvinnu, með áræðni og er heppin að fá að vinna fyrir fótboltafélag sem ég dái."

Chelsea mætir Barcelona í úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner