Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. maí 2021 21:20
Brynjar Ingi Erluson
England: Antonio heldur vonum West Ham á lífi
Michail Antonio skoraði tvö í kvöld
Michail Antonio skoraði tvö í kvöld
Mynd: EPA
Burnley 1 - 2 West Ham
1-0 Chris Wood ('19 , víti)
1-1 Michail Antonio ('21 )
1-2 Michail Antonio ('29 )

Michail Antonio skoraði tvívegis er West Ham United vann Burnley 2-1 í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lærisveinar David Moyes þurftu sigurinn til að halda í vonina um að ná Meistaradeildarsæti.

Jóhann Berg Guðmundsson var á bekknum hjá Burnley eins og Ashley Barnes liðsfélagi hans en West Ham fékk góðan styrk inn í byrjunarliðið.

Antonio kom inn eftir að hafa misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla og átti hann eftir að koma mikið við sögu. Það var hins vegar Burnley sem komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 19. mínútu.

Thomas Soucek braut klaufalega á Chris Wood og vítaspyrna dæmd en Wood fór sjálfur á punktinn og skoraði. Sjö mörk í síðustu sjö leikjum hjá Wood.

West Ham svaraði strax. Vladimír Coufal átti góða fyrirgjöf á Antonio sem skallaði boltann í netið og aðeins átta mínútum síðar var hann búinn að koma Hömrunum yfir.

Said Benrahma átti laglegan bolta fyrir markið og var nú útlit fyrir að boltinn myndi hafna í netinu en Antonio ákvað að tryggja það og skoraði nokkuð örugglega.

Stuttu seinna tókst Craig Dawson að hreinsa á línu eftir skot frá Matej Vydra. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik.

Það var mikið um að vera í síðari hálfleiknum. Antonio fékk fullkomið tækifæri til að skora þrennu en mistókst. Jay Rodriguez kom sér þá í ákjósanlegt færi hinum megin á vellinum en skaut á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Jóhann Berg kom inná á 75. mínútu mínútu og nældi sér í gult spjald undir lok leiksins.

Magnaður leikur sem endar með 2-1 sigri West Ham. Liðið er í 5. sæti með 58 stig, þremur stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sætinu þegar fjórir leikir eru eftir. Burnley er á meðan í 16. sæti með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner