Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. maí 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur að borga 10 sinnum meira en Start greiddi KR?
Í leik með Víkingi 2019
Í leik með Víkingi 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með KR árið 2017
Í leik með KR árið 2017
Mynd: Raggi Óla
Guðmundur Andri Tryggvason gæti verið á leið til Vals frá norska félaginu Start. Þær sögur byrjuðu að heyrast á föstudag en hafa ekki fengist staðfestar.

Þetta var til umræðu í Dr. Football þætti dagsins. „Ég skil það ekki, ég bara skil það ekki [að Valur sé að taka hann inn]. Hvernig fittar hann inn í liðið hjá Heimi?" spurði Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals, sem var gestur í þættinum.

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að tíu milljónir króna væri sá verðmiði sem væri á Andra.

Sjá einnig:
Valsmenn að opna veskið vel og innilega fyrir Guðmund Andra

„Hann kemur inn á vænginn fyrir Kaj Leo. Svo þegar Tryggvi kemur aftur verða menn að gjöra svo vel að vera á tánum. Þetta er Íslandsmeistaraliðið," sagði Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi.

„Það sem ég hef áhyggjur af er hvort það sé ekki kominn krafa á að hann sé í liðinu af því hann kostar tíu milljónir og er rándýr leikmaður? Einhver sest á bekkinn í staðinn sem á það kannski ekki skilið. Ástæðan þá sú að það sé krafa að einhver spili því hann kostar svo mikið," velti Arnar fyrir sér.

„Ég heyrði fyrir nokkrum árum að Start hafi greitt KR eina milljón fyrir Guðmund Andra þegar þeir keyptu hann. Ég heyrði að þetta hafi verið samkomulag að það væri gott fyrir drenginn að komast út," sagði Hjörvar.

„Ætli KR fái prósentu frá Val fyrir þessi kaup? Styrkja KR-ingana," sagði Arnar.

„Ég eiginlega vona það," sagði Hjörvar.

Sjá einnig:
Aldrei í myndinni hjá Víkingi að fá Andra eða Ágúst
Heimir vildi ekki staðfesta kaup á Guðmundi Andra


Athugasemdir
banner
banner