Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 03. maí 2022 15:30
Fótbolti.net
12. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Þróttur V.
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Ben eftir að Valur varð Íslandsmeistari í fyrra.
Eiður Ben eftir að Valur varð Íslandsmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Ari Hansson
Unnar Ari Hansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Gallego gekk í raðir Þróttar á dögunum.
Pablo Gallego gekk í raðir Þróttar á dögunum.
Mynd: Þróttur V.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Þróttur er í fyrsta sinn í sögunni í næstefstu deild. Liðið vann 2. deild í fyrra en leikmannahópurinn er talsvert breyttur frá síðasta tímabili og spáðu allir Þrótti neðsta sæti í spánni. Liðið tók 22 stig á heimavelli í fyrra og tuttugu stig á útivelli. Liðið náði í 24 stig í fyrri hlutanm og átján stig í þeim seinni.

Þjálfarinn: Eiður Ben Eiríksson (1991) tók við liðinu af Hermanni Hreiðarssyni í vetur og er á leið í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari meistaraflokks karla síðan 2014 þegar hann var þjálfara Vængja Júpíters. Eiður hefur verið annar af þjálfurum Vals síðustu ár. Valur varð Íslandsmeistari tímabilin 2019 og 2021 þegar þeir Pétur Pétursson og Eiður Ben voru saman þjálfarar.

Álit séfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á Þrótti.

„Þróttur er að spila sitt fyrsta tímabil í næst efstu deild og ætti gleðin að vera allt um kring. Ótrúlegur árangur hefur náðst í Vogunum undanfarin ár og er samstaðan mikil. Því miður hefur fyrsta undirbúningstímabilið fyrir liðið í Lengjudeildinni ekki verið gott í grunninn, bæði hefur verið erfitt að fá leikmenn sem styrkja liðið og úrslitin hafa ekki verið góð. Liðið hefur þó verið að styrkja sig aðeins á síðustu metrunum og skoraði t.a.m. Spánverjinn sem þeir fengu nýlega í síðasta leik á móti Haukum sem ætti að lofa góðu."

„Þróttur hefur verið að spila með svipuðum hætti undanfarin ár þar sem, barátta, liðsheild, grimmur varnarleikur, beinskeyttur og einfaldur fótbolti hefur verið spilaður en liðið virðist hafa villst aðeins af þeirri leið og farið frekar í að spila fallegan fótbolta með mörgum sendingum sem því miður hefur ekki virkað sem skyldi á undibúningstímabilinu."

„Það er mjög mikilvægt að skoða hvað það var sem kom liðinu alla leið í næst efstu deild og halda áfram að bæta liðið í því sem það þekkir. Það er alveg ljóst að ætli liðið sér einhverja hluti á tímabilinu þarf að hafa gaman, leikgleðin þarf að vera í fyrirrúmi og allir að leggjast á eitt um að gera hlutina vel og með skilvirkum hætti. Þetta tímabil á fyrst og fremst að snúast um að safna stigum með hvaða hætti sem er og vona að útkoman verði liðinu hagstæð. Þetta verður áhugavert tímabil að mörgu leyti og mikilvægt fyrir liðið að byrja vel á heimavelli og setja tóninn fyrir sumarið."

„Fyrst Magni Grenivík gat þetta þá geta Vogamenn gert slíkt hiða sama."


Lykilmenn: Unnar Ari, Pablo Gallego og James Dale

Fylgist með: Rafal Stefán Daníelsson
Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með Rafal markverði Þróttara. Einhver lið í efstu deild voru að velta honum fyrir sér. Ef tímabilið verður gott hjá honum er mjög líklegt að hann spili deild ofar á næsta ári.

Komnir:
Arnór Gauti Úlfarsson frá FH (á láni)
Davíð Júlían Jónsson frá Leikni R. (á láni)
Freyþór Hrafn Harðarson frá Magna
Haukur Darri Pálsson frá Augnabliki
James Dale frá Víkingi Ólafsvík
Michael Kedman frá Englandi
Nikola Dejan Djuric frá KV
Oliver Kelaart frá Keflavík
Pablo Gallego frá Grikklandi
Shkelzen Veseli frá Leikni R. (á láni)

Farnir:
Bjarki Björn Gunnarsson í Víking R. (var á láni)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Grindavík (var á láni)
Enok Eiðsson
Hubert Kotus í KFK
Marc Wilson í ÍBV
Örn Rúnar Magnússon í ÍH
Sigurður Gísli Bond Snorrason í Aftureldingu

Fyrstu leikir Þróttar:
6. maí gegn Fjölni á heimavelli
12. maí gegn Grindavík á útivelli
21. maí gegn Vstra á heimavelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner