Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 03. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Áhyggjur af hrákum í enska boltanum
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa beðið félög í deildinni að reyna allt sem þau geta til að fá leikmenn til að hætta að hrækja á æfingum og í leikjum.

Ástæðan er smithætta vegna kórónaveirunnar.

Fylgst er gaumgæfilega með æfingum ensku liðanna þessa dagana til að passa upp á að þau fylgi öllum reglum vegna kórónaveirunnar.

Áberandi hefur verið að leikmenn hrækja mikið á æfingum enda vani hjá mjög mörgum leikmönnum.

Félög hafa nú verið beðin um að reyna að gera allt sem þau geta til að laga þetta vandamál.
Athugasemdir
banner