Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. júní 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég ætla vona Fjölnismanna vegna að Grétar verði á miðjunni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson gekk í raðir Fjölnis í vetur frá Ólafsvíkur Víkingum. Grétar hefur oftast leikið sem miðjumaður á sínum ferli en Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjölnis, hefur prófað hann í miðverðinum í þriggja miðvarða kerfi.

Líkur voru á að Bergsveinn Ólafsson, Torfi Tímóteus Gunnarsson og Grétar yrðu miðverðir í kerfi Arnars en Bergsveinn hætti skyndilega fyrir um mánuði síðan. Í æfingaleik í síðustu viku spilaði Hans Viktor Guðmundsson í miðverðinum og Grétar Snær spilaði hluta leiksins á miðjunni.

Leikstaða Grétars var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net um liðna helgi. Tómas Þór Þórðarson, einn af þáttarstjórnendum þáttarins, hefur sterkar skoðanir á því hvar Grétar á að spila í liði Fjölnis.

„Þeir voru að spila 3-4-3 og Hansi var kominn í vörnina, gott að menn eru farnir að hlusta. Þeir voru með tvo á miðjunni. Guðmundur Karl og (Sigurpáll) Mellberg voru á miðsvæðinu. Það verður seint sagt að það hafi verið að gera einhverja stormandi lukku gegn ljómandi fínni miðju HK-liðsins."

„Grétar Snær var í vörninni en hann er miðjumaður. Mín sýn á hlutina er að hann, Grétar, er besti miðjumaðurinn í Fjölni. Sem 'pjúra' miðjumaður er hann bestur í liðinu. Hann fór loksins á miðjuna í seinni háfleiknum og það var allt annað að sjá liðið, þá meina ég ALLT annað."

„Hann getur tekið við bolta, hann getur farið framhjá mönnum, hann er kröftugur, skruggufljótur og skreflangur. Hann getur komið með góða bolta út á vængina og fyllt teiginn. Hann er yfirðburðarmiðjumaður í þessu liði. Að geyma hann í einhverri miðvarðarstöðu skil ég ekki. Hann var allt í öllu hjá Fjölni í seinni hálfleik. Hann er bara miðjumaður."

„Ég ætla vona Fjölnismanna vegna að Grétar verði á miðjunni. Það verður einhvern veginn að koma boltanum fram. Það verður einhver að koma boltanum á fljótu strákana frammi."

Pepsi Max hringborð - Umræður eftir æfingaleikjaviku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner