Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Uppeldisfélag Pogba vann frönsku B-deildina
Lassana Diarra, Paul Pogba, Riyad Mahrez, Benjamin Mendy, Dimitri Payet og Steve Mandanda spiluðu allir með Le Havre
Lassana Diarra, Paul Pogba, Riyad Mahrez, Benjamin Mendy, Dimitri Payet og Steve Mandanda spiluðu allir með Le Havre
Mynd: Twitter
Franska félagið Le Havre er komið upp í frönsku úrvalsdeildina en fjórtán ár eru frá því það spilaði síðast í efstu deild.

Le Havre er þekkt fyrir að vera með eina allra bestu akademíu Frakklands en leikmenn á borð við Paul Pogba, Dimitri Payet, Benjamin Mendy, Steve Mandanda, Lassana Diarra, Jean-Alain Boumsong, Ibrahim Ba, Brice Samba, Papa Gueye og Loic Bade koma allir þaðan. Þá spilaði Riyad Mahrez með liðinu fyrstu ár sín í atvinnumennsku.

Liðið vann frönsku B-deildina í gær eftir að hafa unnið Dijon, 1-0, í lokaumferðinni.

Það mun því spila í efstu deild á næstu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá fagnaðarlætin á vellinum eftir sigurinn.


Athugasemdir
banner