Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nýjar Covid-reglur í úrvalsdeildinni: Spjald fyrir að hósta
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er búið að laga reglur ensku deildanna að Covid faraldrinum sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu sex mánuði.

Reglubreytingar í knattspyrnuheiminum hafa verið tíðar á þessum óvissutímum en nýjar reglur á Englandi herma að leikmenn geti fengið gul eða rauð spjöld fyrir að hósta viljandi á andstæðinga sína á vellinum.

Covid-19 smitast í gegnum líkamsvessa á borð við munnvatn og er það álitið glæpsamlegt athæfi í mörgum löndum að hósta á aðra manneskju.


Athugasemdir
banner
banner
banner