Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Ísak spilaði allan leikinn í jafntefli
Ísak Bergmann var í liði Norrköping í dag
Ísak Bergmann var í liði Norrköping í dag
Mynd: Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við nýliða Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Afar svekkjandi úrslit fyrir heimamenn í Norrköping.

Ísak hefur komið með mikinn kraft inn í lið Norrköping á þessari leiktíð þrátt fyrir ungan aldur en hann lék allan leikinn gegn Mjällby í dag.

Norrköping hefur verið að spila frábæran fótbolta í byrjun leiktíðar og er á toppnum með 25 stig á meðan Mjällby er í 9. sætinu.

Bjarni Mark Antonsson var þá mættur aftur í hópinn hjá Brage sem vann Trelleborgs 3-0 í B-deildinni. Hann var að glíma við meiðsli í byrjun leiktíðar en var á tréverkinu í dag. Hann kom þó ekki við sögu.

Anna Rakel Pétursdóttir lék þá allan leikinn er Uppsala vann Eskilstuna 3-1. Uppsala náði þriggja marka forystu í leiknum en Julia Tunturi minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks. Anna Rakel lagði upp tvö mörk í leiknum.

Uppsala er í 6. sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner