Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. ágúst 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Fabinho búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool
Fabinho og Mane í góðu glensi.
Fabinho og Mane í góðu glensi.
Mynd: Getty Images
Fabinho hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool, sem er til ársins 2026.

„Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Frá því að við hófum viðræður um nýjan samning var ég mjög jákvæður því ég vildi halda áfram að spila fyrir Liverpool," segir Fabinho.

„Nú er þetta staðfest og ég er gríðarlega glaður. Ég hef átt þrjú virkilega góð tímabil hérna og lært mikið. Við höfum náð árangri saman og ég held að ég gæti ekki verið á betri stað."

Þessi 27 ára brasilíski miðjumaður kom frá Mónakó 2018 og hefur því orðið Englandsmeistari og unnið Meistaradeildina með Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner