þri 03. ágúst 2021 09:05
Elvar Geir Magnússon
Henderson fékk Covid og er ekki með Man Utd í Skotlandi
Dean Henderson smitaðist af veirunni.
Dean Henderson smitaðist af veirunni.
Mynd: Getty Images
Manchester United er í æfingabúðum í Skotlandi en markvörðurinn Dean Henderson er hinsvegar ekki með hópnum þar sem hann er að jafna sig eftir að hafa smitast af Covid-19.

Þessi 24 ára enski markvörður greindist með veiruna fyrir þremur vikum síðan. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að hann sé að glíma við þreytu og orkuleysi eftir að hafa smitast.

Henderson hefur jafnað sig af mjaðmarmeiðslunum sem gerðu þa ða ðverkum að hann þurfti að draga sig úr enska landsliðshópnum á EM alls staðar.

United átti að mæta Preston í æfingaleik á laugardag en þeim leik var frestað eftir að nokkur smit höfðu greinst. Hópurinn var þó mættur aftur til æfinga á föstudag eftir frekari skimanir.

Manchester United segist búast við Henderson aftur til æfinga fljótlega. Henderson tók aðalmarkvarðarstöðuna af David de Gea á síðasta tímabili.

De Gea er kominn í undirbúning Manchester United eftir að hafa verið með spænska hópnum á EM alls staðar og er með hópnum í Skotlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner