Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. ágúst 2022 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Henderson sé að haga sér eins og barn
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Tekur tímabilið á láni hjá Nottingham Forest.
Tekur tímabilið á láni hjá Nottingham Forest.
Mynd: Nottingham Forest
Dean Henderson, markvörður Nottingham Forest, fór í viðtal í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann var ekki ánægður með framkomu Manchester United í sinn garð.

Henderson fékk þau skilaboð frá Man Utd að hann yrði markvörður númer eitt fyrir síðustu leiktíð en það varð ekkert úr því. Hann fékk ekki einn deildarleik og spilaði einungis þrjá leiki í heildina. Hann var svo lánaður til Forest fyrir þetta tímabil.

„Ég hafnaði svo mörgum góðum lánstilboðum síðasta sumar því mér var lofað markvarðarstöðunni og svo vildi félagið ekki leyfa mér að fara. Að sitja hér og eyða tólf mánuðum á þessum aldri er glæpsamlegt og svekkjandi. Ég var brjálaður."

„Samtalið sem ég átti var þannig að ég dró mig úr landsliðshópnum og þá var sagt að ég myndi koma og vera markvörður númer eitt. Ég fékk Covid, því miður, en þessu var ekki fylgt eftir," sagði Henderson en honum tókst ekki að slá David de Gea út úr liðinu.

Simon Jordan, fyrrum stjórnarformaður Crystal Palace, var ekki sáttur með þetta viðtal sem Henderson og segir að hann verði að þroskast.

„Hann vill að allir vorkenni sér, en honum tókst ekki að slá De Gea út úr liðinu. Hann - ekki neinn annar - var ekki nægilega öflugur til að slá De Gea út úr liðinu... hann lætur eins og barn, hann verður að þroskast," sagði Jordan á Talksport.

„Þú ert í stórkostlegu félagi og þú færð mikið borgað. Það eru vonbrigði að þú sért ekki að spila, en þú verður að halda áfram frekar en að fara í fáránlegt viðtal þar sem þú ert að reyna að fá vorkunn hjá fólki."

Það er spurning hvort Henderson eigi afturkvæmt hjá Man Utd eftir þetta viðtal sem hann fór.
Athugasemdir
banner
banner
banner