Galatasaray hefur blandað sér í baráttuna um Kalvin Phillips sem hefur ekki náð að sanna sig hjá Manchester City.
Phillips gekk til liðs við City frá Leeds sumarið 2022 fyrir 45 milljónir punda og hefur ekki náð að sanna sig fyrir Pep Guardiola.
Hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð en átti mjög erfitt uppdráttar hjá Lundúnarliðinu.
Mikill áhugi er á Phillips en Galatasaray er í baráttu við Roma, RB Leipzig og RB Salzburg um enska miðjumanninn.
Athugasemdir