Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 03. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðarnir framlengja við Þrótt
Baldur Hannes Stefánsson
Baldur Hannes Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Hannes Stefánsson, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal hafa báðir framlengt samninga sína við félagið en þetta kemur fram í tilkynningu frá Þrótti.

Baldur er fæddur árið 2002 og verið lykilmaður í liði Þróttar til margra ára.

Hann lék fyrstu leiki sína með meistaraflokki árið 2018 og nú eru þeir að nálgast 140 talsins.

Baldur hefur ekkert getað verið með Þrótturum í sumar vegna meiðsla en hann mun snúa aftur á næsta tímabili. Þróttarar tilkynntu á dögunum að miðjumaðurinn væri búinn að framlengja samning sinn út 2026.

Eiríkur, sem er fæddur árið 2001, hefur einnig framlengt samning sinn út 2026, en hann hefur gegnt hlutverki fyrirliða í fjarveru Baldurs.

Bakvörðurinn skipti yfir í Þrótt frá Breiðabliki árið 2021 og verið lykilmaður síðan. Á tíma hans þar hefur hann varla misst af leik og eru leikirnir nú fleiri en hundrað ef allar keppnir eru taldar með.

Þróttarar eru í 7. sæti Lengjudeildarinnar og hafa þegar tryggt áframhaldandi veru í deildinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
6.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner