Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   þri 03. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Willian semur við Olympiakos (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Willian var í gær kynntur hjá gríska félaginu Olympiakos.

Þessi reyndi leikmaður flaug til Aþenu á sunnudag til að ræða við Olympiakos, en það gerðist aðeins nokkrum klukkutímum eftir að það sást til hans og Evangelos Marinakis, forseta Olympiakos, í stúkunni á leik Chelsea og Crystal Palace.

Willian er 36 ára gamall en hann lék síðast með Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Brasilíumaðurinn kaus að vera ekki áfram hjá enska félaginu en honum stóð til boða að fara aftur til heimalandsins.

Fyrrum landsliðsmaðurinn ákvað frekar að taka annað ævintýri í Evrópu en hann hefur samið við Olympiakos um að leika með liðinu á tímabilinu.

Willian lék áður með Shakhtar, Chelsea, Arsenal, Anzhi og Corinthians og á þá 70 A-landsleiki og 9 mörk með Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner