Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wenger: Arsenal er næst besta lið deildarinnar
Mynd: Getty Images

Arsenal hefur byrjað tímabilið vel en liðið er á toppi deildarinnar, stigi á undan Manchester City.


Bæði liðin unnu grannaslagi um helgina, Arsenal gegn Tottenham og City gegn Manchester United.

Arsene Wenger fyrrum stjóri Arsenal er spenntur fyrir sínum gömlu félögum og er bjartsýnn á að liðið muni berjast við City um titilinn.

„Persónulega myndi ég setja Arsenal aðeins fyrir aftan City, Arsenal er næst besta liðið og á góða möguleika á að vinna úrvalsdeildina," sagði Wenger.

Wenger var undir stjórn Arsenal þegar liðið vann Englandsmeistaratitilinn síðast. Það var tímabilið 2003/04 þegar liðið fór taplaust í gegnum deildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner