Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 03. október 2023 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Arsenal og Man Utd ekki að hvíla menn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem Arsenal og Manchester United eru fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal heimsækir Lens til Frakklands og teflir fram sterku byrjunarliði, þar sem Mikel Arteta gerir aðeins tvær breytingar á liðinu sem vann á útivelli gegn Bournemouth um helgina. Leandro Trossard og Takehiro Tomiyasu koma inn í liðið fyrir Eddie Nketiah og Ben White.

Man Utd fær tyrkneska stórveldið Galatasaray í heimsókn og eru nokkur kunnugleg andlit í byrjunarliði Tyrkjanna. Wilfried Zaha, Mauro Icardi, Tete, Lucas Torreira og Davinson Sanchez eru í sterku byrjunarliði, með Tanguy Ndombele og Dries Mertens meðal varamanna en Hakim Ziyech er fjarverandi vegna meiðsla.

Rauðu djöflarnir mæta einnig til leiks með sterkt lið þar sem Erik ten Hag gerir aðeins eina breytingu frá 0-1 tapi á heimavelli gegn Crystal Palace um helgina. Hannibal Mejbri kemur inn á hægri kantinn fyrir Facundo Pellistri. Sofyan Amrabat byrjar aftur í vinstri bakverði.

Napoli og Real Madrid eigast þá við í stórleik á meðan FC Bayern kíkir til Kaupmannahafnar, Inter tekur á móti Benfica og Sevilla heimsækir PSV Eindhoven.

Orri Steinn Óskarsson byrjar á bekknum hjá FCK.

Arsenal: Raya, Tomiyasu, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Ödegaard, Rice, Havertz, Saka, Jesus, Trossard

Man Utd: Onana, Dalot, Varane, Lindelöf, Amrabat, Casemiro, Mount, Fernandes, Mejbri, Rashford, Höjlund

Napoli: Meret, Di Lorenzo, Natan, Östigard, Olivera, Anguissa, Lobotka, Zielinski, Politano, Kvaratskhelia, Osimhen

Real Madrid: Kepa, Carvajal, Fernandez, Rudiger, Camavinga, Valverde, Tchouameni, Kroos, Bellingham, Rodrygo, Vinicius Jr

FC Bayern: Ulreich, Mazraoui, Upamecano, Kim, Davies, Laimer, Kimmich, Sane, Musiala, Coman, Kane

Inter: Sommer, Pavard, Acerbi, Bastoni, Dumfries, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco, Thuram, Martinez

Sevilla: Nyland, Navas, Gudelj, Ramos, Pedrosa, Fernando, Rakitic, Ocampos, Suso, Lukebakio, En-Nesyri
Athugasemdir
banner
banner