Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 03. október 2023 13:37
Fótbolti.net
Hvernig verður landsliðshópurinn? - Mögulegt að Gylfi komi inn
Mögulegt er að leikurinn gegn Lúxemborg verði fyrsti leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir íslenska landsliðið síðan í nóvember 2020. Gylfi hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland og skorað 25 mörk.
Mögulegt er að leikurinn gegn Lúxemborg verði fyrsti leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir íslenska landsliðið síðan í nóvember 2020. Gylfi hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland og skorað 25 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ætti að koma inn.
Arnór Sigurðsson ætti að koma inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leikur tvo leiki í undankeppni EM á Laugardalsvelli seinna í þessum mánuði, gegn Lúxemborg föstudagskvöldið 13. október og gegn Liechtenstein mánudagskvöldið 16. október.

Ísland þarf að vinna þessa báða leiki til að halda í einhverja von um að komast á EM í gegnum riðilinn.

Á morgun mun landsliðsþjálfarinn Age Hareide tilkynna landsliðshópinn fyrir þetta verkefni og ljóst að einhverjar breytingar verða frá síðasta hóp.

Verður Gylfi valinn?
Mesta spennan er fyrir því hvort Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn í hópinn. Gylfi hefur aðeins komið við sögu í einum leik með Lyngby og verið utan hóps síðustu tvo. Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby vonast þó til þess að Gylfi spili næsta deildarleik á föstudaginn.

„Age veit stöðuna á honum en ég leyfi honum að tilkynna hvort hann verði í hópnum eða ekki. Satt best að segja veit ég ekki hver endanleg ákvörðun verður. Það kemur bara í ljós," sagði Freyr við Fótbolta.net í gær.

Vantar reynslumikla menn
Allt bendir til þess að Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, verði ekki í hópnum vegna meiðsla og ekki heldur Aron Einar Gunnarsson sem er ekki kominn af stað með Al-Arabi vegna meiðsla. Þá verður Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Panathinaikos, lengi frá vegna meiðsla.

Fjarvera þessara reynslumiklu leikmanna eykur líkurnar á því að Hareide leiti til Gylfa til að vera með hópnum í þessu verkefni.

Arnór og Andri Lucas að skora
Mál Alberts Guðmundssonar, sem hefur verið sjóðandi heitur með Genoa á Ítalíu, er enn í gangi svo Hareide getur ekki valið hann. Hinsvegar er Arnór Sigurðsson kominn í gang með Blackburn eftir meiðsli og búinn að skora tvö mörk og Andri Lucas Guðjohnsen leikið frábærlega með Lyngby. Búast má við því að báðir komi inn í landsliðshópinn en Andri Lucas var í U21 hópnum í síðasta glugga.

Sverrir Ingi inn
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er kominn í gang aftur með Midtjylland eftir meiðsli en Sverrir hefur misst af mörgum landsleikjum vegna meiðsla. Hér að neðan má sjá líklegan landsliðshóp.

Líklegur landsliðshópur
Elías Rafn Ólafsson – C.D. Mafra
Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff
Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg
Alfons Sampsted – FC Twente
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland
Guðlaugur Victor Pálsson – Eupen
Hjörtur Hermannsson – Pisa
Valgeir Lunddal Friðriksson – Hacken
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby
Ísak Bergmann Jóhannesson – Dusseldorf
Gylfi Þór Sigurðsson - Lyngby
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping
Sævar Atli Magnússon - Lyngby
Willum Þór Willumsson G.A.E
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC
Mikael Anderson – AGF
Hákon Arnar Haraldsson – Lille
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax
Arnór Sigurðsson - Blackburn
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven
Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby
Orri Steinn Óskarsson – FCK
Alfreð Finnbogason – Eupen
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 10 10 0 0 36 - 2 +34 30
2.    Slóvakía 10 7 1 2 17 - 8 +9 22
3.    Lúxemborg 10 5 2 3 13 - 19 -6 17
4.    Ísland 10 3 1 6 17 - 16 +1 10
5.    Bosnía-Hersegóvína 10 3 0 7 9 - 20 -11 9
6.    Liechtenstein 10 0 0 10 1 - 28 -27 0
Athugasemdir
banner
banner