Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 03. október 2023 12:07
Elvar Geir Magnússon
VAR klúðrararnir í kælingu - Liverpool búið að fá upptökurnar
VAR dómararnir sem störfuðu á leik Tottenham og Liverpool á laugardaginn hafa verið settir til hliðar og dæma ekki í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Darren England var VAR dómari leiksins og Dan Cook aðstoðar VAR dómari en þeir hafa verið settir í kælingu fyrir sinn þátt í því að mark sem Liverpool skoraði og var löglegt var ranglega dæmt ógilt.

Þeir klúðruðu því að láta ekki mark Luis Díaz standa en ranglega hafði verið flögguð rangstaða. Dómarasambandið hefur beðið Liverpool afsökunar og sagt að um mannleg mistök hafi verið að ræða.

Simon Hooper, sem var aðaldómari leiksins, verður VAR dómari um næstu helgi; í leik Everton og Bournemouth.

Liverpool hefur gert alvarlegar athugasemdir við dómgæsluna í leiknum á laugardag en Tottenham vann 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom seint í framlengingu.

Breska ríkisútvarpið segir að Liverpool hafi fengið í hendurnar upptöku af samskiptum dómaranna í atvikinu þegar mark Díaz var dæmt ólöglegt. Félagið muni nú taka þann tíma sem þarf til að fara yfir þær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner