Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nistelrooy: Tek svona gagnrýni ekki persónulega
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Ruud van Nistelrooy er bráðabirgðaþjálfari Manchester United þar til Rúben Amorim tekur við eftir næstu helgi.

Nistelrooy verður því við stjórnvölinn þegar Man Utd spilar við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann stýrði einnig síðasta leik, 5-2 sigri gegn Leicester City í deildabikarnum.

Nistelrooy svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrum leikmanna Man Utd á liðinu sem gengur svona illa núna. Þar eru margir fyrrum liðsfélagar Nistelrooy sem hafa verið að tjá sig um liðið og má þar helst nefna Gary Neville, Roy Keane, Paul Scholes, Patrice Evra og Rio Ferdinand.

„Þetta er mjög einfalt, þeir elska félagið og þeir vilja sjá það sigra. Þeir verða fyrir vonbrigðum þegar það gengur illa. Ég sé ekkert vandamál hérna. Við sinnum okkar starfi og þeir gefa sínar skoðanir. Það er ekkert að þessu," sagði Nistelrooy.

„Ég tek svona gagnrýni ekki persónulega. Ég á í góðu sambandi við nokkra af strákunum og fæ mér stundum kaffibolla með þeim."

Nistelrooy er 48 ára gamall og hafnaði þjálfarastarfinu hjá Burnley til að fá að starfa sem aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá Man Utd. Nú er framtíð hans óljós þar sem Rúben Amorim kemur inn með þjálfarateymið sitt frá Sporting CP.
Athugasemdir
banner
banner