Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Favre sakar Sergej um leikaraskap: Eins og hann væri í sundlaug
Mynd: Getty Images
Lucien Favre, stjóri Dortmund, var allt annað en sáttur við tilburði Sergej Milinkovic-Savic í gærkvöldi.

Sergej er leikmaður Lazio og krækti hann í vítaspyrnu gegn Dortmund í seinni hálfleik. Úr vítaspyrnunni jafnaði Ciro Immobile leikinn í 1-1 eftir að Raphael Guerreiro hafði komið Dortmund yfir í fyrri hálfleik.

Favre er á þeirri skoðun að Sergej hafi dýft sér þegar hann sótti vítið.

„Þetta varð að jafntefli þar sem dómarinn gaf víti fyrir eitthvað sem var ekki víti. Auðvitað var þetta dýfa, það var eins og hann væri í sndlaug. Þetta er fáránlegt, þú getur ekki bent á brot hjá Schulz þarna. Þrátt fyrir það erum við komnir áfram," sagði Favre.

Smelltu hér til að sjá vítaspyrnuna og dóminn á undan.

Hann sagði einnig í sama viðtali að hans mati hefði Erling Braut Haaland meiðst vegna of mikils leikjaálag. Haaland snýr til baka eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner