Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 03. desember 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Félög á Norðurlöndunum vilja fá Róbert Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks, er undir smásjánni hjá erlendum félögum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög í úrvalsdeildunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sýnt Róberti áhuga.

Hinn 18 ára gamli Róbert Orri lék í yngri flokkum Aftureldingar og hóf meistaraflokksferil sinn þar áður en hann gekk í raðir Breiðabliks síðastliðinn vetur.

Róbert Orri spilaði þrettán leiki í vörn Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Þá hefur Róbert Orri átt fast sæti í vörn U21 landsliðsins að undanförnu en liðið tryggði sér sæti á EM á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner