Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Royston Drenthe gjaldþrota
Mynd: Getty Images
Royston Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur verið lýstur gjaldþrota.

Hinn 33 ára gamli Drenthe þótti mikið efni á sínum tíma en ferill hans náði aldrei því flugi sem búist var við.

Auk Real Madrid spilaði hann meðal annars með Feyenoord, Everton, Reading og Sheffield Wednesday en á síðasta tímabili spilaði hann með Kozakken Boys í hollensku C-deildinni.

„Lífstíll Royston er dýr, mjög dýr. Umferðarsektir hans, stór hús, börn, fyrrum eiginkonur og önnur verkefni eins og tískuverslun hans í Rotterdam þurfa öll sinn pening," sagði í yfirlýsingu eftir gjaldþrot Drenthe.

Ferðalag Royston Drenthe frá Real Madrid í hollensku C-deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner