Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 03. desember 2022 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Pele segist fullur af orku - „Ég er sterkur"
Mynd: Getty Images
Brasilíska fótboltagoðsögnin Pele segist fullur af orku og hefur þakkað fólki fyrir kveðjurnar sem hann hefur fengið síðustu daga.

Pele, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður allra tíma, hefur verið í erfiðri baráttu við ristilkrabbamein og bárust fréttir frá Brasilíu að nú væri hann kominn í líknarmeðferð.

Hann fékk verk fyrir hjartað á dögunum og var fluttur með hraði á spítala og hafa þekktustu nöfnin í fótboltaheiminum sent honum hlýjar kveðjur í gegnum samfélagsmiðla.

Pele hefur nú sent frá sér yfirlýsingu á Instagram og segir fólki ekki að hafa áhyggjur.

„Vinir mínir, ég vil halda öllum rólegum og jákvæðum. Ég er sterkur, með mikla von og held áfram í meðferðinni eins og venjulega. Ég vil þakka öllu læknisteyminu og hjúkrunarstarfsfólki fyrir þessa umönnun sem ég hef fengið.“

„Ég hef óbilandi trú á guði og öll skilaboðin sem þið hafið sent mér alls staðar úr heiminum gefur mér mikla orku og líka leyft mér að horfa á Brasilíu á HM!“

„Ég vil þakka ykkur innilega fyrir allt,“
skrifaði Pele á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner