Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Kjartans Más rekinn (Staðfest)
Mynd: Aberdeen
Skoska úrvalsdeildarfélagið Aberdeen er búið að reka þjálfarann sinn Jimmy Thelin úr starfi.

Thelin er sænskur þjálfari sem er rekinn eftir eitt og hálft ár í starfi hjá félaginu.

Hinn 19 ára gamli Kjartan Már Kjartansson gekk til liðs við Aberdeen síðasta sumar og var byrjaður að berjast um sæti í byrjunarliðinu á síðustu vikum. Nú þarf hann að hrífa næsta þjálfara sem kemur inn.

Aberdeen tapaði 1-0 gegn Falkirk um helgina og situr í 8. sæti deildarinnar, með 25 stig eftir 20 umferðir.

Thelin stýrði Aberdeen til 5. sætis á sínu fyrsta tímabili og endaði félagið þá með 50 stig úr 33 leikjum, auk þess að vinna skoska bikarinn. Núverandi árangur liðsins þykir þó ekki viðunandi og því er Thelin rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner