Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   sun 03. desember 2023 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Man Utd verði ekki meðal fjögurra efstu - „Við fyrirgefum Martial fyrir að skora mark á 14 ára fresti“
Anthony Martial skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu í 3-0 sigrinum á Everton
Anthony Martial skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu í 3-0 sigrinum á Everton
Mynd: EPA
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að liðið eigi ekki möguleika á að enda meðal fjögurra efstu liða á þessu tímabili, en hann ræddi aðeins um tímabilið á Sky Sports í dag.

United hefur tapað sex leikjum í deildinni á þessu tímabili og nú síðast í gær gegn Newcastle United.

Margir leikmenn hafa ekki verið upp á sitt besta og þar á meðal Marcus Rashford, sem var einn heitasti sóknarmaðurinn deildarinnar á síðustu leiktíð.

Keane var ósáttur við frammistöðu margra í leiknum í gær og sérstaklega við sóknarmenn liðsins. Benti hann á Martial, sem er kominn með aðeins eitt deildarmark á tímabilinu.

„Þú verður að einbeita þér að leikmönnum sem eru hjá félaginu. Við höfum talað um Martial og hann er auðvelt skotmark, eins og með fyrstu tvær snertingarnar sem hann tók í gær. Ég meina við fyrirgefum Martial þó hann skori mark á fjórtán ára fresti. Ég fyrirgef það, en gegn Newcastle og við erum undir pressu þá verður þú að halda í boltann. Farðu með hann upp völlinn, smá andrými og náðu í aukaspyrnu, en hann gaf hann frá sér auðveldlega. Hann getur þess vegna bara farið í eitthvað slakara lið. United reyndi að losa hann fyrir nokkrum árum.“

„Varnarlega vorum við alls staðar og miðjumennirnir virkuðu ókunnugir. Við horfum á þá og hugsum að þeir séu góðir leikmenn, þeir sýna góð augnablik gegn slakari liðum en það hefur oft verið mjótt á mununum. Leikmenn Man Utd eru dæmdir út frá stóru leikjunum, hvað þú gerir gegn Newcastle og eftir Evrópuleiki, en ef þú getur ekki spilað vel gegn stóru liðunum þá ertu ekki Man Utd leikmaður,“
sagði Keane, en þá benti Micah Richards honum á að Ten Hag þyrfti að velja einhverja í liðið og svaraði Keane því.

„Ég bað hann aldrei um að velja Martial.“

Keane hefur enga trú á að United verði meðal fjögurra efstu þegar talið verður upp úr pokanum í vor.

„Nei, ég sé það ekki. Ef þeir sanna að ég hafi rangt fyrir mér þá myndi ég glaður viðurkenna það, en ég sé það bara ekki í augnablikinu,“ sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner