Birkir Bjarnason var enn og aftur á skotskónum með Brescia er liðið vann lærisveina Andrea Pirlo í Sampdoria, 3-1, í B-deildinni á Ítalíu í dag.
Birkir, sem er landsleikjahæstur í sögu íslenska landsliðsins, gerði þriðja mark Brescia undir lok fyrri hálfleiks.
Skoraði hann með föstu skoti hægra megin úr teignum og fagnaði því með því að setja boltann undir treyjuna og þumalinn upp í munninn, en það var væntanlega tileinkað konu hans, Sophie Gordon, sem er barnshafandi.
Brescia er í 12. sæti með 18 stig, aðeins einu stigi frá umspilssæti.
???? Birkir Bjarnason (f.1988)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) December 3, 2023
???????? Brescia
???? Sampdoria
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/szrWQ5o9Au
Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir er Lille vann 2-0 sigur á Metz í frönsku deildinni. Lille er að gera fínustu hluti á tímabilinu en liðið er með 26 stig í 4. sætinu.
Guðmundur Þórarinsson og hans menn í OFI Crete fengu skell gegn Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 4-0 sigri. Hörður Björgvin Magnússon var ekki með Panathinaikos, en hann er frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband. Panathinaikos er á toppnum með 31 stig en Crete í 8. sæti með 15 stig.
Orri Steinn Óskarsson og Mikael Neville Anderson komu báðir inn af bekknum er AGF vann FCK, 2-1. Orri kom inn hjá FCK í hálfleik en Mikael Neville í lið AGF þegar tæpur hálftími var eftir.
FCK er í öðru sæti með 33 stig en AGF í 4. sæti með 28 stig.
Athugasemdir