Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 04. janúar 2023 14:31
Elvar Geir Magnússon
Potter: Gætum þurft að þjást áður en hlutirnir verða betri
Mynd: EPA
Graham Potter stjóri Chelsea segir að liðið gæti þurft að þjást áður en gengi liðsins verður betra. Chelsea hefur fallið niður í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir aðeins einn sigur í síðustu sjö deildarleikjum.

Einhverjar áhyggjuraddir hafa heyrst af þróun liðsins undir stjórn Potter en Chelsea tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City á morgun.

„Ég hef bara verið hérna í fjóra mánuði og í hreinskilni finnst mér eins og tíminn hafi verið lengri. Við erum að fara að spila gegn Manchester City, einu besta liði heims og þetta verður öðruvísi verkefni en síðasti leikur," segir Potter en Chelsea gerði 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest á nýársdag.

„Ég vil ekki hljóma eins og það sé ásættanlegt að tapa, það er ekki þannig. En óhjákvæmilegur hluti af leiknum er að tapa stigum. Þú verður að þjást og verða betri. Þegar ég hugsa til baka um það hvernig ég komst á þennan stað þá hafa komið margir erfiðir tímar og bakslög."

„Við verðum sjálfir að spila vel á morgun, það er algjört lykilatriði. Svo þarf að skilja gæðin sem andstæðingar okkar hafa og reyna að koma í veg fyrir að þeir geti nýtt sér þá. Það hljómar kannski auðveldlega en er alls ekki eifalt. Við þurfum að nýta okkur það að vera á heimavelli og sjá hvað gerist," segir Potter.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner