Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 04. febrúar 2022 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Alberti frjálst að fara sumarið 2023 ef Genoa fellur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, frændi Alberts Guðmundssonar sem var á dögunum keyptur til Genoa í ítölsku fallbaráttunni, var fenginn í hlaðvarpsþátt Dr. Football sem var birtur í hádeginu í dag.

Þar útskýrði Albert Brynjar samninginn sem frændi sinn og nafni er á í Serie A.

Ekki er greint frá því hversu langan samning Albert skrifaði undir en hann gildir líklegast til 2024, eða í tvö og hálft ár frá undirritun.

Samningslengdin styttist þó ef Genoa fellur í vor og tekst ekki að komast beint upp aftur. Þá yrði Alberti frjálst að fara sumarið 2023 og skilja Genoa eftir í B-deildinni.

Ef Genoa hins vegar fellur og kemst beint aftur upp í efstu deild á næsta ári þá er Albert samningsbundinn félaginu til 2024.

Genoa er sem stendur aðeins með einn sigur og 13 stig eftir 23 umferðir. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti í Serie A.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner