Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. febrúar 2023 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Titilbaráttan verður enginn dans á rósum
Mynd: EPA

Arsenal tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Everton er liðin mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sean Dyche stýrði Everton þar í fyrsta sinn og urðu lokatölur 1-0, þökk sé sigurmarki frá James Tarkowski fyrrum lærisvein Dyche hjá Burnley.


Arsenal menn virkuðu ekki sérlega beittir gegn sprækum andstæðingum sem sýndu mikinn baráttuvilja.

„Við vorum mikið með boltann en okkur vantaði gæðin á lokaþriðjungnum. Við sköpuðum mikið af góðum sóknum og tækifærum en svo fengum við mark á okkur og leyfðum þeim að hægja á leiknum í kjölfarið," sagði Arteta.

„Við vorum ekki nógu rólegir og áttum í vandræðum með að stjórna tilfinningunum. Við gáfum þeim alltof margar óþarfa aukaspyrnur og það er nákvæmlega það sem þeir vilja til að hægja á leiknum."

Arsenal er aðeins með fimm stiga forystu eftir þetta tap en Arteta segist elska leikmennina sína meira eftir þetta tap.

„Í dag elska ég strákana mikið meira en ég gerði fyrir viku eða mánuði síðan. Það er auðvelt að vera í kringum menn þegar allt gengur vel en ég er ennþá svo stoltur af þessum strákum. Þeir eiga skilið að vera í stöðunni sem þeir eru í.

„Titilbaráttan verður enginn dans á rósum. Þetta verður mjög erfitt og við verðum að gera mikið betur í næstu leikjum heldur en við gerðum í dag."


Athugasemdir
banner
banner