Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. febrúar 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Hann hefur ekki gert neitt rangt"
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyng er ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Chelsea út þetta tímabil en Graham Potter, stjóri félagsins, segist enga sérstaka ástæðu á bakvið það.

Chelsea tilkynnti hópinn fyrir úrslitakeppni Meistaradeildarinnar og voru nýju mennirnir Enzo Fernandez, Joao Felix og Mykhailo Mudryk í hópnum en Aubameyang, Benoit Badiashile og Noni Madueke ekki í hópnum.

Aubameyang er sagður hafa tekið fréttunum illa og flogið til Mílanó með fjölskyldu sinni.

Potter segir Aubameyang ekki hafa gert neitt rangt.

„Pierre hefur ekki gert neitt rangt, það er ekkert vandamál. Þetta er bara óheppilegt og Aubameyang mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu út þetta tímabil,“ sagði Potter eftir markalausa jafnteflið gegn Fulham í gær.

Hann skoraði 2 mörk og lagði upp 1 í sex leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og kom þetta því verulega á óvart.
Athugasemdir
banner
banner
banner