Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Ættingjar og vinir Sturridge veðjuðu á félagaskipti hans
Sturridge er í banni til 17. júní.
Sturridge er í banni til 17. júní.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, var í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða bann frá fótbolta og sektaður um 150 þúsund pund fyrir brot á veðmálareglum. Sturridge rifti í kjölfarið samningi sínum við Trabzonspor í Tyrklandi þar sem hann vill ekki þiggja laun meðan hann getur ekki spila.

The Athletic kafar ofan í málið í dag og útskýrir af hverju Sturridge var dæmdur. Upphaflega var Sturridge dæmdur í sex vikna bann síðastliðið sumar en enska knattspyrnusambandið fór lengra með málið og í kjölfarið var framherjinn dæmdur í lengra bann í vikunni.

Í janúar 2018 var Sturridge á förum frá Liverpool á láni og hann hjálpaði vinum og ættingjum sínum með veðmál tengd félagaskiptunum. Veðbankar buðu upp á veðmál hvert næsta félag Sturridge yrði og þann 19. janúar sagði hann við bróður sinn Leon: „Settu pening á Sevilla og ég gef þér hann til baka ef veðmálið tapast."

Leon sagði Sturridge að stuðullinn á skipti til Sevilla væri 4. Sturridge hvatti hann þá til að finna betri stuðul hjá öðrum veðbanka og sagði: „Ég sé ekki að ég fari neitt annað."

Leon veðjaði á endanum ekki á félagaskiptin enda þróuðust hlutirnir þannig að Sturridge fór til WBA á endanum. Daginn sem Sturridge ræddi við Alan Pardew, stjóra WBA, í fyrsta skipti var stuðullinn á að hann myndi fara þangað 66.

Þá reyndi Anthon Walters, ættingi Sturridge, að veðja 3000 (hálfa milljón króna) pundum á að leikmaðurinn myndi fara til WBA. Paddy Power veðbankinn neitaði þeirri beiðni.

Daginn eftir var stuðullinn kominn niður í 3 á að Sturridge myndi fara til WBA enda var orðrómur þess efnis kominn í fjölmiðla. Anthon hringdi þá í Paddy Power og spurði hversu mikið mætti leggja á það veðmál. Svarið var 100 pund.

Á svipuðum tíma sagði Sturridge við góðan vin sinn Daniel Hemmings að hann ætti að veðja á félagaskipti til WBA. Þau samskipti voru lykilliinn í að Sturridge var dæmdur í bann.

Hinn þrítugi Sturridge mun nú vera í banni fram á sumar en hann sögusagnir segja að hann gæti farið í MLS deildina þá eða aftur í enska boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner