Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 04. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Rooney vill sýna að það er ennþá barátta í gamla hundinum
Wayne Rooney, leikmaður Derby , mætir sínum gömlu félögum í Manchester United þegar liðin eigast við í enska bikarnum annað kvöld.

Rooney skoraði 253 mörk með Manchester United á ferli sínum en þessi 34 ára gamli leikmaður byrjaði að spila með Derby í janúar.

„Hann er hættulegur í kringum teiginn og föstum leikatriðum. Hann vill sanna að það er ennþá barátta í gamla hundinum," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, í dag aðspurður út í Rooney.

„Við þurfum að vera á tánum. Ekki gefa honum svæði í kringum teiginn eða á miðjunni. Þegar hann spilar á miðjunni þá sérðu sendingar eins og hjá (Paul) Scholesey."

„Hann mun fá góðar móttökur frá stuðningsmönnum, klárlega. Hann gaf allt fyrir félagið og við kunnum að meta það."

Athugasemdir
banner