Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Rooney vill sýna að það er ennþá barátta í gamla hundinum
Wayne Rooney í leik með Derby.
Wayne Rooney í leik með Derby.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Derby , mætir sínum gömlu félögum í Manchester United þegar liðin eigast við í enska bikarnum annað kvöld.

Rooney skoraði 253 mörk með Manchester United á ferli sínum en þessi 34 ára gamli leikmaður byrjaði að spila með Derby í janúar.

„Hann er hættulegur í kringum teiginn og föstum leikatriðum. Hann vill sanna að það er ennþá barátta í gamla hundinum," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, í dag aðspurður út í Rooney.

„Við þurfum að vera á tánum. Ekki gefa honum svæði í kringum teiginn eða á miðjunni. Þegar hann spilar á miðjunni þá sérðu sendingar eins og hjá (Paul) Scholesey."

„Hann mun fá góðar móttökur frá stuðningsmönnum, klárlega. Hann gaf allt fyrir félagið og við kunnum að meta það."

Athugasemdir
banner
banner
banner