Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Boltinn í hendi Kante en Liverpool fékk ekki víti
Mynd: Getty Images
Staðan er enn 0-1 fyrir Chelsea í stórleik vikunnar í ensku úrvalsdeildinni gegn Liverpool.

Það var Mason Mount sem skoraði markið í fyrri hálfleik fyrir gestina frá London.

Það var umdeilt atvik í fyrri hálfleiknum þegar Timo Werner skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

VAR í Englandi hefur mikið verið á milli tannana á fólki almennt, og þá sérstaklega í kvöld enda stórt umdeilt atvik í hverjum einasta leik á þessu fimmtudagskvöldi.

Það er ekki bara búið að vera eitt umdeilt atvik í leiknum á Anfield því Liverpool vildi fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleik. Það var hins vegar ekkert dæmt á það. Boltinn fór í höndina á N'Golo Kante, leikmanni Chelsea, innan teigs en ekkert dæmt.

Atvikið má sjá með því að smella hérna.

Dale Johnson hjá ESPN segir að Kante hafi verið það nálægt boltamanninum þegar boltinn fór í höndi hans og því hafi ekki verið dæmd vítaspyrna. Hann hafi ekki getað brugðist við Hann telur samt að VAR hefði ekki breytt dómnum ef dómarinn hefði dæmt vítaspyrnu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner