Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valderrama segir James að hlaupa í burtu
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez þarf að yfirgefa Real Madrid og gæti hann spilað fyrir hvaða félag sem er að mati kólumbísku goðsagnarinnar Carlos Valderrama.

James, sem er 28 ára, kom aftur til Real Madrid síðasta sumar eftir tveggja ára lánsdvöl hjá Bayern München. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í La Liga á þessu tímabili og ekki komið við sögu í deildarleik síðan í tapi gegn Real Mallorca í október.

Meiðsli hafa eitthvað strik í reikninginn hjá honum, en hann virðist ekki vera inn í myndinni í spænsku höfuðborginni.

Valderrama vill sjá landa sinn fara annað.

„Ef ég væri hann þá myndi ég hlaupa frá Madríd. Hann er frábær leikmaður og hefur þegar sannað það. Hann gæti byrjað fyrir öll önnur lið," sagði Valderrama við Caracol Radio.

James hefur meðal annars verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, Everton og Úlfarnir eru sögð áhugasöm.
Athugasemdir
banner
banner