Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 04. maí 2021 21:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Foden er besti ungi leikmaður í heimi"
Mynd: EPA
Phil Foden er frábær fótboltamaður, fáir efast um það. Hann er ein af vonarstjörnum Englands og þessi tvítugu miðjumaður hefur blómstrað á leiktíðinni.

Hann steig inn í stærra hlutverk þegar David Silva fór frá Manchester City.

Foden hefur fengið mikið traust frá Pep Guardiola í vetur og spilar langflesta stóra leiki.

Í kvöld átti hann stoðsendingu á Riyad Mahrez í 2-0 sigri á PSG.

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sérfræðingur á BT Sport, segir Foden besta unga leikmann heims. Óvíst er hver viðmiðin eru. Kylian Mbappe er tveimur árum eldri og Erling Braut Haaland er jafngamall.

„Ég myndi segja að Phil Foden sé besti ungi leikmaður í heimi á þessari stundu," sagði Ferdinand.

Foden verður að öllum líkindum í hópnum þegar England tekur þátt í lokakeppni EM í sumar og sennilega í byrjunarliðinu þegar City mætir annað hvort Real Madrid eða Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner