Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 04. maí 2025 18:31
Tryggvi Guðmundsson
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði á heimavelli gegn Vestra í 5. umferð Bestu deildarinnar í dag. Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Vestri

„Hvort sem það er heima eða úti þá förum við í alla leiki til að vinna. Ég held að bæði leikmenn og þjálfarar séu sérstaklega ósáttir með fyrri hálfleikinn. Við vorum alltof lengi í gang og linir í fyrri hálfleik. Mér fannst við gefa allt í þetta í seinni hálfleik en það vantaði upp á gæði," sagði Láki.

Láki var ánægður með seinni hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik.

„Það var ekkert sem kom á óvart í dag. Mörkin og allt frameftir götunum, við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í. Mér fannst við þurfa alltof langan tíma til að átta okkur sóknarleg." sagði Láki.

„Mér fannst við skapa töluvert mikið í seinni hálfleik sérstaklega með tilliti til þess hvernig Vestri spilar þá náðum við að opna þá vel. En í dag gekk þetta ekki upp og það er bara áfram veginn."
Athugasemdir
banner
banner