Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. júlí 2019 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Björninn lagði Ísbjörninn - Átta sigrar í átta leikjum
Árborg og Vatnaliljur einnig með sigra
Björninn er með fullt hús stiga.
Björninn er með fullt hús stiga.
Mynd: Aðsend
Björninn heldur áfram að vinna og vinna í A-riðli 4. deildar karla. Björninn vann sinn áttunda leik í átta leikjum er liðið heimsótti Ísbjörninn í kvöld.

Það voru þrír leikir í 4. deild karla í kvöld og voru þeir allir í A-riðlinum.

Björninn lenti frekar óvænt í vandræðum í fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 1-1. Snemma í seinni hálfleiknum komst Björninn í 2-1 og skoraði að lokum þriðja markið. Björninn er á toppi riðilsins með átta stiga forskot. Ísbjörninn er á botni riðilsins með þrjú stig.

Árborg er í öðru sæti riðilsins, en Árborg hafði betur gegn Ými í kvöld, 2-1. Ýmir er í þriðja sæti með 13 stig, þremur stigum minna en Árborg.

Þá unnu Vatnaliljur 2-1 sigur gegn SR þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft (eitt á Vatnaliljur og tvö á SR). Vatnaliljur lentu 1-0 undir en komu til baka og unnu 2-1. Vatnaliljur eru með níu stig í fimmta sæti riðilsins og SR með 11 stig í fjórða sæti.

Ísbjörninn 1 - 3 Björninn
0-1 Bergur Garðar Bergsson Sandholt ('30)
1-1 Sigþór Marvin Þórarinsson ('41)
1-2 Kristjón Geir Sigurðsson ('53)
1-3 Þorgeir Örn Tryggvason ('86)

Árborg 2 - 1 Ýmir
1-0 Daníel Ingi Bjarnason ('17)
2-0 Hartmann Antonsson ('62)
2-1 Símon Pétur Ágústsson ('94)

Vatnaliljur 2 - 1 SR

Sjá einnig:
Spá GG og Snæfelli upp úr 4. deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner