Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. júlí 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Facebook og Instagram frestuðu Lampard tilkynningu
Powerade
Lampard tók við Chelsea í morgun.
Lampard tók við Chelsea í morgun.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha er áfram á óskalista Arsenal.
Wilfried Zaha er áfram á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúðurpakka dagsins. Njótið!



Chelsea frestaði því í gærkvöldi að tilkynna ráðningu Frank Lampard þar sem vandræði voru með að setja inn myndir á Facebook og Instagram. (Mirror)

Chelsea hefur hafið viðræður við miðjumanninn Mason Mount (20) um nýjan samning en hann var í láni hjá Derby undir stjórn Lampard á síðasta tímabili. (Evening Standard)

Arsenal, Liverpool og Tottenham eru að berjast um Dani Ceballos (22) miðjumann Real Madrid. (Marca)

Leicester er að kaupa miðjumanninn Youri Tielemans (22) frá Mónakó á 40 milljónir punda en hann var á láni hjá félaginu á síðasta tímabili. Ayoze Perez (25) kemur einnig til Leicester frá Newcastle á 30 milljónir punda í dag en þeir tveir verða saman dýrustu leikmennirnir í sögu félagsins. (Telegraph)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur fengið þau skilaboð að hann verði að punga út 40 milljónum punda til að fá Lewis Dunk (27) varnarmann Brighton. (Mirror)

Arsenal býðst að fá Macolm (22) frá Barcelona en félagið er ennþá að einbeita sér að því að fá Wilfried Zaha (26) frá Crystal Palace. (Mirror)

Arsenal gæti boðið 70 milljónir punda í Zaha en Crystal Palace vill fá 80 milljónir punda. (Sky Sports)

Umboðsmaður Romelu Lukaku (26) hefur haldið áfram viðræðum við Inter en Belginn gæti farið þangað á láni frá Manchester United. (Sky Sport Italia)

Manchester City mun líklega landa Nathan Ake (24) frá Bournemouth í sumar. (L'Equipe)

Tottenham hefur áhuga á Nicolo Zaniolo (20) framherja Roma. Toby Alderweireld (30) verður mögulega seldur til að fjármagna kaupin. (Mail)

Bayern Munchen er komið á undan Manchester City í baráttunni um Joao Cancelo (25) hægri bakvörð Juventus. (Manchester Evening News)

Barcelona er einnig að berjast um Cancelo. (Gazzetta dello Sport)

Everton hefur fengið tilboð frá þýskum félögum og félögum í Championship í miðjumanninn Joe Williams (22). (Liverpool Echo)

Tottenham gæti selt bakverðina Kieran Trippier (28) og Danny Rose (29) en félagið vill fá Ryan Sessegnon (19) frá Fulham. (Mirror)

Newcaste hefur rætt við Roberto Martínez landsliðsþjálfara Belgíu um að taka við liðinu af Rafael Benítez. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham. hefur óskað eftir því að félagið kaupi framherjann Mariano Diaz (25) frá Real Madrid. (Star)

Real Madrid hefur ekki fengið nein tilboð í Gareth Bale (29) þrátt fyrir að ljóst sé að hann er ekki í áætlunum Zinedine Zidane. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner