Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. júlí 2022 08:51
Elvar Geir Magnússon
Gabriel Jesus í Arsenal (Staðfest) - Keyptur á 45 milljónir punda
Gabriel Jesus í treyju Arsenal.
Gabriel Jesus í treyju Arsenal.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus er orðinn leikmaður Arsenal en félagið keypti hann á 45 milljónir punda frá Englandsmeisturum Manchester City.

Jesus er 25 ára og er fjórði leikmaðurinn sem Mikel Arteta kaupir til Arsenal í sumar; á eftir miðjumanninum Fabio Vieira, markverðinum Matt Turner og brasilíska sóknarmanninum Marquinhos.

Arteta segir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir komu Jesus en þeir þekkjast frá því að Arteta var aðstoðarþjálfari hjá City.

„Ég þekki Gabriel vel og við höfum í nokkurn tíma verið að vinna í því að fá leikmann í þessari stöðu. Ég hef náð í leikmann sem við vildum fá og er því mjög ánægður," segir Arteta.

Jesus klæðir sig í treyju númer níu hjá Arsenal en hjá City lék hann 236 leiki og skorað 95 mörk.

„Það hefur verið sönn ánægja að spila fyrir Manchester City. Ég er betri leikmaður en þegar ég kom, og að vinna ellefu titla hefur verið magnað. Þessir fjórir úrvalsdeildartitlar eru sérstakir í mínum huga," segir Jesus sem þakkar öllum hjá City.

Englandsmeistararnir voru tilbúnir að láta Jesus fara eftir að hafa keypt Erling Haaland frá Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner