Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. júlí 2022 09:21
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Arsenal á eftir Dybala
Powerade
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Dwight McNeil, leikmaður Burnley.
Dwight McNeil, leikmaður Burnley.
Mynd: Getty Images
Mánudagur og slúðrið er á sínum stað. Dybala, Ronaldo, Silva, Palhinha, Martinez, De Jong, De Ligt, Traore og fleiri koma við sögu í pakka dagsins.

Manchester United hyggst keppa við Arsenal um Paulo Dybala (28) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Juventus rann út. Napoli hefur einnig áhuga á Argentínumanninum. (La Repubblica)

Cristiano Ronaldo (37) hefur lítinn áhuga á að spila í Evrópudeildinni í fyrsta sinn á ferlinum og vill að Manchester United selji sig ef sanngjarnt tilboð berst. (BBC)

Arsenal íhugar að fá þýska vængmanninn Serge Gnabry (26) aftur til félagsins frá Bayern München. Hann yfirgaf Arsenal 2016. (GiveMeSport)

Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva (27) hjá Manchester City hefur sagt umboðsmanni sínum að hann vilji fara til Barcelona í sumar. (Sport)

Fulham hefur náð samkomulagi við Sporting Lissabon um 20 milljóna punda kaupverð á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha (26). (Sky Sports)

Arsenal mun funda með Ajax á næstu dögum um argentínska varnarmanninn Lisandro Martínez (24). Manchester United hefur gert tilboð í leikmanninn. (Athletic)

Manchester United hefur gert samkomulag við Barcelona um kaupverðið á hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong (25) en félögin eru enn að ræða um önnur ákvæði. Þá hefur félagið ekki hafið viðræður við leikmanninn sjálfan um kaup og kjör. (Fabrizio Romano)

Juventus mun á næstu dögum ganga frá samningum við Paul Pogba (29) og Angel Di Maria (34) sem koma á frjálsri sölu frá Manchester United og Paris St-Germain. (Fabrizio Romano)

Vinna Chelsea í að fá hollenska varnarmanninn Matthijs de Ligt (22) frá Chelsea er að þróast í rétta átt. (CBS Sports)

Chelsea býst við því að gera samkomulag um sölu á marokkóska vængmanninum Hakim Ziyech (29) til AC Milan. (Mail)

Leeds United og AC Milan hafa sent fyrirspurnir í miðjumanninn Hamed Traore (22) hjá Sassuolo. (Corriere dello Sport)

Leeds er einnig í viðræðum um möguleg kaup á bandaríska miðjumanninum Tyler Adams (23) frá RB Leipzig á 12 milljónir punda. (Mail)

Crystal Palace vill kaupa Dwight McNeil (22) frá Burnley en West Ham hefur einnig áhuga á enska vængmanninum. Talið er að Burnley vilji fá meira en þær 10 milljónir punda sem Lundúnafélögin eru tilbúin að borga. (Sun)

Enski miðjumaðurinn Jesse Lingard (29) er tilbúinn að fara til Everton en bara sem síðasta kost. (Sun)

Newcastle er að búa sig undir viðræður við Callum Wilson (30) um nýjan samning og vill fá franska vængmanninn Moussa Diaby (22) hjá Bayer Leverkusen sem gæti kostað allt að 50 milljónir punda. (Mirror)

Newcastle er með albanska framherjann Armando Broja (20) hjá Chelsea á blaði yfir sóknarmenn sem félagið hefur áhuga á. (GiveMeSport)

Nottingham Forest hefur áhuga á að fá enska vinstri bakvörðinn Harry Toffolo (26) frá Huddesfield. (Sun)

Forest hefur gert samkomulag um velska markvörðinn Wayne Hennessey (35) sem kemur frá Burnley. (Football Insider)

West Ham hefur ekki náð samkomulagi um kaup á hollenska vængmanninum Arnaut Danjuma (25) frá Villarreal. Samkomulag virðist ekki vera að færast nær. (Fabrizio Romano)

PSV Eindhoven hefur áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum (31) aftur til félagsins frá Paris St-Germain. (Eindhovens Dagblad)

Juventus er í viðræðum um að fá ítalska miðjumanninn Nicolo Zaniolo (23) frá Roma. (Nicolo Schira)

Sílemaðurinn Arturo Vidal (35) hefur hafnað tilboði Boca Juniors til að fara til Flamengo á 18 mánaða samningi. Hann yfirgaf Inter á frjálsri sölu. (Mail)

Southampton hefur náð samkomulagi við Manchester City um kaup á belgíska varnartengiliðnum Romeo Lavia (18) fyrir um 10 milljónir punda. Ákvæði verður um að City geti keypt hann til baka. (Fabrizio Romano)

Enski varnarmaðurinn Lee Buchanan (21) hjá Derby hefur gert samkomulag við Werder Bremen. (Derby Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner