Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Forest á leið til Lens
Brice Samba
Brice Samba
Mynd: EPA
Brice Samba, markvörður Nottingham Forest á Englandi, er að ganga í raðir Lens í Frakklandi.

Samba er 28 ára gamall og var hetja Forest í umspili B-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni gegn Huddersfield Town í undanúrslitunum og hélt þá hreinu í úrslitaleiknum áður en hann fór meiddur af velli undir lok leiksins.

Forest tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en 23 ár eru síðan liðið spilaði síðast í deildinni.

Samba vildi hins vegar fara eftir að franska félagið Lens sýndi honum áhuga og nú hafa félögin komist að samkomulagi um kaupverð.

Hann mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum en Forest gerði allt til að halda honum. Félagið bauð honum nýjan samning en Samba tjáði Forest að hann vildi fara aftur til Frakklands.

Samba hefur verið aðalmarkvörður Forest síðustu þrjú ár en Dean Henderson mun taka við stöðu hans. Henderson er á láni frá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner