Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. ágúst 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Byrjaði að halda með Watford því pabbi minn spilaði með þeim"
Davíð Snær Jóhannsson.
Davíð Snær Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Abdoulaye Doucoure.
Abdoulaye Doucoure.
Mynd: Getty Images
Watford er spáð 11. sæti.
Watford er spáð 11. sæti.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni sem hefst föstudaginn 9. ágúst. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Watford er spáð 11. sæti deildarinnar.

Davíð Snær Jóhannsson, unglingalandsliðsmaður og leikmaður Keflavíkur í Inkasso-deildinni, heldur með Watford.

Ég byrjaði að halda með Watford af því að....
Ég byrjaði að halda með Watford af því að pabbi minn hann Jóhann Birnir Guðmundsson spilaði með þeim árin 1998-2000. En ég byrjaði samt sem áður ekki að fylgjast með þeim af einhverju viti fyrr en árið 2013 þegar þeir spiluðu í frægum leik við Leicester City í umspilinu um sæti í Premier League.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Já ég hef séð þá spila þrjá leiki. Tvö töp á móti Arsenal og Stoke og einn sigur gegn Cardiff. Allir leikirnir voru spilaðir á flottasta heimavellinum á Englandi, Vicarage Road

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag?
Abdoulaye Doucoure er minn uppáhalds. Leiðtogi á miðjunni sem missir aldrei boltann. Ég ætla að njóta þess að horfa á hann spila á næsta tímabili því það kæmi mér mikið á óvart ef hann yrði ekki seldur til stærra liðs bráðlega

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Fyrst að Miguel Britos er hættur hjá Watford þá er ekki neinn sérstakur sem ég væri til í að losna við, en fyrsti sem kemur upp í hugann er Grikkinn Jose Holebas þar sem hann er 35 ára og væri því ekki vitlaust að yngja aðeins upp í vinstri bakvarða stöðunni

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Litli portúgalinn Domingos Quina sem kom frá West Ham síðasta sumar er ungur og spennandi leikmaður sem mun springa út þetta tímabil. Hann spilar fyrir aftan Troy Deeney og hefur gott auga fyrir spili.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja...
Í draumaheimi myndi Watford semja við Andrew Robertson en eins og ég kom inn á áðan þá þarf Watford yngri kost í vinstri bakverðinum. En ef ég á að vera raunsær þá myndi ég velja Danny Rose eða Benjamin Mendy.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Javi Gracia er að gera fína hluti, en ég væri til í að sjá hann koma okkur í efri hlutann þetta tímabil. En síðasta tímabil fórum við á bikar run sem endaði með úrslitaleik við Man City og því gleymdist deildin dálítið í seinni hluta tímabils

Ertu ánægður með félagaskiptagluggann í sumar?
Glugginn hjá okkur er búinn að vera hljóðlátur hingað til, við fengum Craig Dawson frá West Brom í breiddina og Joao Pedro frá Fluminese sem vonandi mun koma með það sama og Richarlison kom með á sínum tíma. Ég verð sáttur ef við fáum ungan vinstri bakvörð og einhvern klassa leikmann á hægri kantinn. Við höfum verið orðaðir við Ismaila Sarr og Allan Saint Maximin sem koma báðir úr Ligue 1. Annan hvorn þeirra væri frábært að fá.

Hvernig var það að sjá liðið í bikarúrslitunum í fyrsta sinn á þinni ævi á síðasta tímabili?
Það var geggjað! Við pabbi fórum beint í að skoða það hvort við kæmumst á leikinn en það gekk ekki upp. Leikurinn var samt bara skemmtilegur í 25 mínútur því við vorum flengdir 6-0 eftir það, sem er stærsta í tap í sögu bikarúrslitana. En maður var samt sáttur með að þeir komust í úrslitin eftir að hafa komið til baka gegn Wolves í undanúrslitunum eftir að hafa verið undir 2-0.

Í hvaða sæti mun Watford enda á tímabilinu?
Ég vona og held að þeir endi í 7-9 sæti. En til að ná því þá þurfum við að styrkja okkur örlítið meira.

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner