Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. ágúst 2020 21:26
Brynjar Ingi Erluson
England: Fulham upp í úrvalsdeildina - Bryan gerði tvö í framlengingu
Joe Bryan skaut Fulham upp í úrvalsdeildina með tveimur mörkum
Joe Bryan skaut Fulham upp í úrvalsdeildina með tveimur mörkum
Mynd: Getty Images
Brentford 1 - 2 Fulham
0-1 Joe Bryan ('105 )
0-2 Joey Bryan ('118 )
1-2 Henrik Dalsgaard ('120 )

Fulham er komið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa unnið Brentford 2-1 í umspilsleik á Wembley í kvöld. Joe Bryan skoraði tvö mörk í framlengingu og þar af eitt úr aukaspyrnu af 40 metra færi.

Fulham byrjaði leikinn betur og átti Josh Onomah gott skot sem David Raya varði meistaralega á 18. mínútu.

Fulham var töluvert líflegra í leiknum og átti nokkur góð færi. Ollie Watkins átti ágætis færi á 70. mínútu en Marek Rodak varði.

Það þurfti að fara með leikinn í framlengingu og þar stal enski vinstri bakvörðurinn Joe Bryan senunni. Hann kom Fulham yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar með marki úr aukaspyrnu af 40 metra færi.

Markvörður Brentford misreiknaði skot Bryan sem skoppaði í jörðina og í nærhornið.

Bryan bætti við öðru marki undir lok síðari hálfleiks framlengingar eftir gott þríhyrningaspil með Aleksandar Mitrovic, ótrúleg frammistaða hjá Bryan.

Brentford minnkaði muninn í uppbótartíma með marki frá Henrik Dalsgaard en hann stangaði boltann í netið eftir skallasendingu frá Christian Norgaard.

Aðeins of seint hjá Brentford og lokatölur 2-1. Fulham er komið aftur í úrvalsdeildina aðeins ári eftir að félagið féll úr deildinni.
Athugasemdir
banner
banner