Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. ágúst 2020 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Ferran Torres til Man City (Staðfest)
Ferran Torres með Man City treyjuna
Ferran Torres með Man City treyjuna
Mynd: Heimasíða Man City
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur gengið frá kaupum á Ferran Torres frá Valencia. Þetta kemur fram á heimasíðu City í kvöld.

Torres er 20 ára gamall vængmaður en hann hefur spilað feykivel með Valencia síðustu þrjú árin.

Hann er uppalinn hjá Valencia en gengur nú til liðs við Manchester City á Englandi.

Viðræður hafa verið í gangi síðustu vikur og á dögunum náðu félögin saman um kaupverð. City kaupir hann á 23 milljónir punda en kaupverðið getur hækkað ef hann nær vissum áföngum. Hann gerir fimm ára samning við félagið.

Torres er fyrsti leikmaðurinn sem Man City kaupir í sumar en það má gera ráð fyrir því að Pep Guardiola styrki varnarlínuna einnig á næstu vikum.


Athugasemdir
banner
banner